Færeyingar setja hafnbann á rússnesk skip

Deila:

Rússneskum skipum og fleyjum með tengsl við Rússland verður frá og með deginum í dag, 5. júlí óheimilt að leggja að bryggju í Færeyjum. Rússnesk fiskveiðiskip eru þó undanþegin banninu.

KVF fjallar um málið. Landstjórnin gaf út tilskipun varðandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi 24. júní en hafnbann er meðal þeirra aðgerða sem gripið verður til.

Ekkert rússneskt skip sem siglt hefur undir öðrum fána eftir 24. febrúar má leggja að landi. Auk fiskiskipa mega rússnesk för sem lenda í vandræðum af óviðráðanlegum ástæðum leggjast að landi í Færeyjum.

Jafnframt er utanríkisráðherra heimilt að veita undanþágu þeim skipum sem flytja eldsneyti, lyf eða matvæli.
Frátt af ruv.is

 

Deila: