Tveir handfærabátar í vandræðum

Deila:

Tveir handfærabátar lentu í vandræðum á fyrsta degi strandveiða. Annar báturinn var staddur skammt frá Vestmannaeyjum en hinn í Faxaflóa. Fyrsti dagur strandveiða var í dag, 2. maí.

Björgunarskipið Þór var kallað til aðstoðar laust fyrir klukkan sex í morgun. Sjódæla um borð hafði gefið sig. Þór var kominn að bátnum 20 mínútum síðar og dró bátinn til hafnar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Björgunarbáturinn Sjöfn var kallaður út frá Reykjavík laust fyrir klukkan sjö. Þá var bátur í Faxaflóa í vélarvandræðum. Báturinn var fjórar sjómílur norð-vestur af Gróttu. Sjöfn dó bátinn til hafnar á Akranesi.

Myndin er frá Landsbjörgu.

Deila: