Merkja þarf löndun til að fá mótframlag

Deila:

Fiskistofa minnir á að ef löndun á að teljast sem mótframlag til byggðakvóta þarf að merkja hana sérstaklega sem slíka við löndun, ekki er nóg að landa aflanum til vinnslu.

„Mörg skip eiga enn eftir að landa mótframlagi til byggðakvóta 2017/2018. Þá er einnig eitthvað um að skip séu búin að landa mótframlagi en flutt aflamark af þeim er meira en aflamark flutt á þau á fiskveiðiárinu og þ.a.l. er ekki heimilt að úthluta byggðakvóta til þeirra. Mikilvægt er að útgerðir séu meðvitaðar um stöðuna og geri ráðstafanir til að tryggja sér rétt til byggðakvótans fyrir upphaf nýs fiskveiðiárs, 1. september nk.

Óska þarf sérstaklega eftir því að fá úthlutað byggðakvóta 2017/2018 á nýju fiskveiðiári fyrir þau skip sem hafa nú þegar uppfyllt kröfur um mótframlag. Það er gert með tölvupósti á byggdakvoti@fiskistofa.is,“ segir á heimasíðu Fiskistofu.

 

Deila: