Fjárlög 2024: Hert eftirlit með sjókvíaeldi

Deila:

Í fjárlögum næsta árs, sem fjármálaráðherra hefur kynnt, kemur fram að 126 milljónum króna verði varið til að auka eftirlit Matvælastofnunar með sjókvíaeldi og tryggja fullnægjandi eftirlit með skráningum og innra eftirliti sjókvíaeldisfyrirtækja.

Í frumvarpinu kemur fra mað framlagið muni hækka á komandi árum og verði í kring um 230 milljónir króna frá og með árinu 2026.

Eins og Auðlindin hefur greint frá standa yfir umfangsmiklar aðgerðir til að að bregðast við slysasleppingu eldislaxa úr kví í Patreksfirði í ágúst. Á annað hundrað eldislaxa hafa veiðst í ám og Norðvestur- og Vesturlandi.

Deila: