Um 200 hörfungar drepnir á Skálafirði

Deila:

Um 200 höfrungar voru drepnir í fjörunni  í Skálafirði í Færeyjum í gær. Vaðan fannst á Nólsoyjarfirði í gær. Fyrst stóð til að reka hana á land í Þórshöfn, en yfirvöld í bænum höfnuðu því  af ótta við að vekja neikvæð ummæli.

Þess vegna voru höfrungarnir reknir inn á Skálafjörð og skornir þar. Eins og lög og reglur í Færeyjum mæla fyrir um, er hvalurinn skorinn og skipt milli þeirra, sem taka þátt í drápinu og milli bæjarbúa á viðkomandi stað.

Ekki er algengt að reka höfrunga á land og skera í Færeyjum þó það sé löglegt. Hvaðveiðar Færeyinga eru fyrst og fremst á grindhval, (marsvíni) og fer kjöt og spik til neyslu innan lands.

 

Deila: