Starfsmannastefna SVN gefin út

Deila:

Nú hefur starfsmannastefna Síldavinnslunnar verið gefin út á prentuðu formi. Frá því að hún tók gildi árið 2016 hefur hún eingöngu verið aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins. Starfsmannastefnan útskýrir hvernig fyrirtækið hyggst vinna að því að tryggja og auka starfsánægju og velferð starfsmanna. Meginatriði stefnunnar eru eftirfarandi:

Síldarvinnslan er hátæknivætt sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð. Slíkur rekstur stendur og fellur með þekkingu og frammistöðu starfsfólks. Það skiptir Síldarvinnsluna því miklu máli að hafa á að skipa góðu og ánægðu starfsfólki. Í því skyni er stefnt að því að bjóða upp á vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum. Fyrirtækið vill bjóða fólki upp á:

 

  • vinnuumhverfi þar sem stjórnendur og starfsfólk vinnur að því í sameiningu að auka sífellt öryggi, velferð og árangur
  • trygga vinnu og góða afkomu
  • vinnu þar sem starfsfólk er hvatt til að gera sitt besta og efla stöðugt þekkingu sína og færni
  • sveigjanleika og jafnvægi milli vinnu og einkalífs eins og frekast er unnt
  • samskipti sem einkennast af samráði og virðingu
  • jafnrétti til launa og tækifæra

 

Starfsmannastefnan er prentuð á íslensku, ensku og pólsku og verður hún aðgengileg öllum á starfsstöðvum fyrirtækisins innan skamms.

 

 

Deila: