Fjölbreytt efni í nýju Sóknarfæri

Deila:

Blaðið Sóknarfæri í sjávarútveg kom að vanda út fyrir sjómannadaginn og er  fullt af fjölbreyttu efni. Meðal annars er hátíðum sjómannadagsins eru gerð skil, viðtöl eru við fólk í greininni, m.a. við Kristján Gunnarsson, skipstjóra á togaranum Ljósafelli á Fáskrúðsfirði en það skip kom til Loðnuvinnslunnar nýsmíðað frá Japan fyrir nákvæmlega 50 árum. Þórdís Hafrún Ólafsfdóttir, verkstjóri og fyrrverandi sjómaður, er í viðtali sem og Ægir Ólafsson, formaður Sjómannafélags Ólafsfjarðar og varaformaður Sjómannasambands Íslands. Sjómannafélag Ólafsfjarðar fagnar nú 40 ára afmæli og gefur af því tilefni út afmælisbók sem dreift verður til heimila í Ólafsfirði í kvöld. Einnig er í blaðinu fjallað um fyrirtækið Marúlf á Dalvík og rætt við nýjan hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, svo fátt eitt sé talið.

Sóknarfæri má lesa hér.

Deila: