Skoðið heimsins fullkomnasta fiskvinnsluhús

Deila:

Samherji fjallar á vef sínum um fjölskylduhátíðina Fiskidaginn mikla sem fram fer á Dalvík 11.-13. ágúst næstkomandi. Samherji styrkir hátíðina með ýmsum hætti, eins og flest fyrirtæki Dalvíkurbyggðar.

í fréttinni segir frá því að nýtt fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík hafi verið tekið í notkun í faraldrinum, rétt áður en settar voru strangar sóttvarnarreglur og aðgengi takmarkað verulega. „Þessi stóri vinnustaður á Dalvík verður opinn almenningi laugardaginn 13. ágúst frá klukkan 12:30 til 14:30. Sigurður Jörgen Óskarsson yfirverkstjóri segir Fiskidaginn kærkomið tækifæri til að sýna húsið, sem hefur hlotið alþjóðlega athygli fyrir tæknilausnir og góðan aðbúnað.” Sigurður Jörgen segir: „Ég er nokkuð viss um að gestir verða margs vísari um íslenskan sjávarútveg eftir heimsóknina og hversu framarlega við Íslendingar stöndum. Fyrir hönd Samherja og starfsfólksins segi ég einfaldlega gjörið svo vel, gangið í bæinn og skoðið heimsins fullkomnasta fiskvinnsluhús.“

Nánar má lesa um aðkomu Samherja að Fiskideginum mikla hér.

 

Deila: