Samskip styðja Andrésar andar leikana

Deila:

Líkt og síðustu þrjá áratugi eða svo styrkja Samskip Andrésar andar leikana sem Skíðafélag Akureyrar stendur fyrir.

Um er að ræða langfjölmennasta skíðamót landsins, en leikarnir hófust á miðvikudag og lýkur þeim á morgun. Saman koma hátt í þúsund keppendur á aldrinum sjö til fimmtán ára og keppa í svigi og stórsvigi, göngu, bæði hefðbundinni og með frjálsri aðferð, auk þess sem keppt er í þrautabraut.  „Við erum afar stolt af því að styðja við bakið á ungum og efnilegum skíðaköppum landsins og fylgjast með þeim taka framförum á þessum skemmtilega vettvangi “ segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir markaðsstjóri Samskipa.

Dagskrá leikanna er meðal annars að finna á Facebook-síðu Andrésar Anda leikanna.

 

Deila: