Þrumuþorskveiði á Pétursey og Vík

Deila:

„Þrumuþorskveiði á Pétursey og Vík” er fyrirsögn fréttar á vef Síldarvinnslunnar. Í fréttinni segir frá því að Bergur VE hafi haldið til veiða á mánudag, eftir þjóðhátíðarstopp. Skipið hafi komið að landi á þriðjudag með fullfermi af þorski og ýsu. Veiðiferðin gekk að sögn Jóns Valgeirssonar skipstjóra glimdrandi vel.

Haft er eftir skipstjóranum á vefnum: „Við byrjuðum á Pétursey og Vík og þar var þrumuþorskveiði. Aflinn var svolítið ýsublandaður. Síðan var haldið á Brekableyðuna og þar tekin ýsa. Við höldum út á ný í fyrramálið og þá er það karfi sem er á dagskránni. Við munum væntanlega byrja á Sneiðinni sunnan við Surt og þar ætti að vera djúpkarfi. Annars er verið að spá einhverjum bræluskít en við sjáum til með það.“

Deila: