Aflaverðmætið 300 milljónir króna

Deila:

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðarkróki í dag með afla sem verðmetinn er á 300 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Fisk seafood. Þar er rætt við Guðmund Henry Stefánsson skipstjóra sem segir að skipið hafi lagt úr höfn frá Sauðárkróki þann 9. júlí. Veiðar hafi gengið vel og veðrið verið gott allan túrinn. Togarinn hafi verið við veiðar á Vestfjarðarmiðum og á suðvesturmiðum.

„Það hefur aðeins verið vart við ufsa og mikið af gullkarfa og ýsu. Það verður landað 19.500 kössum og 300 milljónum,“ er haft eftir Guðmundi Henry.

Deila: