Beitir með mest af loðnu

Deila:

Beitir NK er nú aflahæstur á loðnuvertíðinni með 10.986 tonn, samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu nú um hádegið. Næstu skip eru Börkur NK með 9.530 tonn og Heimaey með 9.246 tonn. Alls hefur 21 skip landað afla og aðeins eitt þeirra hefur lokið við kvóta sinn. Það er Aðalsteinn Jónsson SU, sem landað hefur 3.857 tonnum.

Aflinn nú er orðinn 120.378 tonn og enn eru óveidd 75.697 tonn af leyfilegum heildarafla. Loðnan veiðist nú að Breiðafirði, en nú klukkan tvö voru mjög fá skip á miðunum. Flotinn er samkvæmt því ýmist á leið til löndunar, að landa eða á leið á miðin.

Aflatölur geta svo verið fljótar að breytast því skipin eru mjög burðarmikil og taka þau stærstu um 3.000 tonn í veiðiferð.

 

Deila: