Ný reglugerð vegna dragnótaveiða

Deila:

Að höfðu samráði við Útvegsmannafélag Þorlákshafnar (ÚÞ) og að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar hefur Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sett í samráðsferli breytingu á reglugerð vegna dragnótaveiða við Suðurströnd Íslands. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir að gert er ráð fyrir að reglugerðarlokunum fækki úr sjö í tvær, en í innsendu erindi ÚÞ til ráðherra var óskað eftir fyrrgreindum breytingum til að einfalda reglur og gera veiðar hagkvæmari og umhverfisvænni. Samkvæmt reglugerðardrögum yrðu fyrrgreindar breytingar ákveðnar til fimm ára og reglugerðin endurskoðað að þeim tíma liðnum.

Reglugerðardrögin má sjá hér í samráðsgátt. Þar segir í kynningu:

Um er að ræða drög að reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 963/2019 um veiðar með dragnót við Ísland, þar sem lögð er til breyting á 27. gr. reglugerðarinnar, um veiðar úti fyrir Suðurlandi. Breytingin snýr að 2. mgr. 27. gr. þar sem lagt er til að veiðar með dragnót verði heimilar á tveimur svæðum í stað sjö svæða áður. Með breytingatillögunni fækkar svæðum sem heimilt er að veiða með dragnót en í raun mun þekja svæðanna aukast á heildina litið.

Deila: