Kótelettur í raspi í uppáhaldi

Deila:

Maður vikunnar að þessu sinni er fæddur og uppalinn Siglfirðingur. En síðan lá leiðin til Ólafsfjarðar þar sem hann starfaði sem verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar hf. (MG hf.)  og var þar í 4 ár, en þá lá leið á skrifstofu fyrirtækisins. Á skrifstofuna þar sem sem hann hefur verið síðan. Árið 1997 sameinaðist MG hf, ásamt Sæbergi hf. og fleiri ólafsfirskum fyrirtækjum, Þormóði ramma hf.  á Siglufirði undir merkjum Ramma.hf.

Nafn:

K.Haraldur Gunnlaugsson

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn á Siglufirði.

Fjölskylduhagir?

Kvæntur Öldu Maríu Traustadóttur, eigum 3 börn og 7 barnabörn.

Hvar starfar þú núna?

Starfa á skrifstofu Ramma hf. á Ólafsfirði við  fjölbreytt og  áhugaverð verkefni.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég var mjög ungur þegar ég var farinn að hjálpa foreldrum mínum; við síldarsöltun, beitningu o.f.l. en fyrsta sumarvinnan í sjávarútvegi var 1972.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það hefur e.t.v. verið skemmtilegast að hafa fengið að fylgjast með og vera þátttakandi að einhverju leiti í tækniþróuninni  sem staðið hefur yfir  síðustu 40 ár eða svo.

En það erfiðasta?

Ýmis erfið atvik hafa komið upp.  En að öllu jöfnu er það bara eins og lífinu sjálfu, þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og þeim var ætlað.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum

Trúnaðarsímtal klukkan 6 að morgni um heimilisofbeldi sem viðkomandi sætti!

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það koma nokkur nöfn upp í hugann, en varla sanngjarnt að velja úr hópnum.

Hver eru áhugamál þín?

Áhugamálin eru nokkuð mörg, en þau helstu eru skíði, tónlist og ferðalög, auk samvista við fjölskylduna.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambakótelettur í raspi.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ástralíu, aldrei að vita nema það gerist.

 

 

Deila: