Codland tilnefnt til hvatningarverðlauna

Deila:

Codland er tilnefnt til Hvatningarverðlauna Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM fyrir framtak sem mun skapa verðmæti og atvinnu og tryggja þá ímynd enn fastar í sessi sem einkennt hefur íslenskan sjávarútveg um aukna nýtingu á hráefni til verðmætasköpunar.

Codland var stofnað árið 2012 þegar Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við Vísir og Þorbjörn í Grindavík settu stefnuna á að skapa hámarksverðmæti úr öllum hlutum fisksins. Markmið Codland er að efla ímynd og hámarka fullnýtingu á þorski. Stærsta verkefni Codlands hefur verið að koma af stað fyrirtækinu Icelandic Marine Collagen ehf sem er í eigu fjögurra útgerða eða Brim, Samherja, Vísis og Þorbjarnar, mun vinna úr roði verðmæt og eftirsótt kollagen peptíð og gelatín.
Vefsíða Codland þar sem hægt er að sækja meiri upplýsinga: http://codland.is/

Deila: