Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi sameinast

Deila:

Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi í Fjallabyggð hafa samþykkt samruna félaganna. Sameiginleg aflahlutdeild félaganna tveggja er átta prósent heildarkvótans. Stefnt er að skráningu félagsins á markað.

Í tilkynningu segir að forsvarsmenn þeirra séu sammála um að mörg tækifæri séu í fólgin í sameiningunni, meðal annars til sóknarfæra og til að styrkja rekstrargrundvöll þeirra til framtíðar.

Fram kemur að samanlögð velta félaganna hafi í hitteyðfyrra verið 28 milljarðar króna.

Ísfélag Vestmannaeyja hf. gerir út fjögur uppsjávarskip, tvö bolfiskskip og einn krókabát. Félagið er með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og rekur frystihús og fiskimjölsverksmiðju á báðum stöðum.

Rammi hf. gerir út fjögur fiskiskip frá Fjallabyggð og Þorlákshöfn og starfrækir fiskvinnslu í Þorlákshöfn og rækjuverksmiðju í Fjallabyggð. Dótturfélög Ramma hf. eru sjávarlíftæknifélagið Primex hf., sem rekur kítósanverksmiðju á Siglufirði og Arctic Seafood Ltd. sem er sölufyrirtæki Ramma í Bretlandi.

Deila: