LS fundar með ráðherra og Hafró

Deila:

LS ásamt Félagi skipstjórnarmanna fundaði með matvælaráðherra á mánudag.  Fundurinn var haldinn í því skyni að koma sjónarmiðum þeirra sem varið hafa starfsævi sinni á miðunum umhverfis landið og forystumönnum samtakanna á framfæri við ráðherra. Jafnframt var SFS og SSÚ boðið á fundinn en mættu ekki samkvæmt frétta á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Í dag fundar LS með Hafrannsóknastofnun og í kjölfarið mun félagið senda Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra bréf sem inniheldur sjónarmið LS.

Margt jákvætt

„Það er smábátaeigendum mikil vonbrigði að Hafrannsóknastofnun hafi ákveðið að ráðleggja  6,1% skerðingu.  Fari ráðherra að tillögunum verður það þriðja árið í röð þar sem þorskafli er skertur.  Samtals um tæp 64 þúsund tonn eða rúm 23,3%.  Fallist ráðherra á ráðleggingu Hafró um að leyfilegur heildarafli í þorski fari ekki umfram 208.846 tonn verðu siglt inn í næsta fiskveiðiár með lægri tölu en sést hefur í áratug eða síðan fiskveiðiárið 2012/2013 – 196.000 tonn.

Vakin er athygli á að ráðleggingar stofnunarinnar eru að mestu byggðar á niðurstöðum af stofnmælingum botnfiska sem fengust úr togararallinu sem fram fór dagana 28. febrúar til 24. mars 2022.  Þar og í nýbirtri skýrslu kom m.a. fram að: 

  • stofnvísitala þorsks hækkar nú annað árið í röð. 
  • meðalþyngd allra aldurhópa (mælingar ná til 1 – 14 ára) voru um eða yfir meðaltali, aðeins 2, 3 og 5 ára þorskur mældist undir meðalatali áranna 1985-2022.
  • loðna var helsta fæða þorsks eins og ávallt á þessum tíma.
  • hitastig sjávar við botn mældist enn hátt eins og undanfarin ár að nema á grunnslóðinni fyrir norðan og austan þar sem greina má lækkun frá hámarkinu árið 2017.
  • afli var góður allt í kringum landið og dreifðist jafnar um miðin en oft áður.
  • afli á sóknareiningu á línu fyrir árið 2010 var 200 kg að meðaltali á 1000 króka en er nú 300 kg,  sama þróun er við veiðar með botnvörpu úr 600 kg/klst í 1100 kg/klst.
  • sókn í yngri fisk hefur minnkað úr 75% sem búið hefur verið að veiða áður en 7 ára aldri er náð, er nú um 40%.

Þegar horft er til þessara jákvæðu þátta kemur það á óvart að ekki skuli hafa verið ráðlagt að heildarafli verði aukinn.  LS taldi rétt að vekja athygli á þessum þáttum þar sem það vill brenna við hjá stofnuninni að gera meira úr því neikvæða þegar boðaður er niðurskurður,“ segir færslu á heimasíði LS.

Deila: