Snjallsímaforrit fyrir aflaskráningu
Verið er að vinna að þróun snjallsímaforrits fyrir aflaskráningu. Stefnt er að því að snjallsímaforritið verði tilbúið í byrjun árs 2020 og að öll skip, stór og smá, skrái afla með rafrænum hætti frá og með 1. september 2020.
Helstu breytingar sem reglugerðardrögin fela í sér eru eftirfarandi:
- Allar skráningar verða rafrænar, annað hvort í rafræna afladagbók eða með smáforriti.
- Upplýsingar í afladagbók njóta ekki lengur leyndar sbr. 2. mgr. 2. gr. núgildandi reglugerðar um afladagbækur. Rökin eru þau að nú sést á netinu hvar skipin eru við veiðar og því er núverandi leynd orðin ástæðulaus.
- Í núgildandi reglugerð er kveðið á um að óheimilt er að hefja veiðiferð nema búnaður til skráningar rafrænnar afladagbókar sé um borð eða ef búnaður er bilaður. Í drögunum er farin sú leið að hnykkja frekar á því að skylt sé að skrá afla með rafrænum hætti. Það er því salfarið í hendur útgerðar að hlutirnir séu í lagi
- Í drögunum er ekki er kveðið á um neinar undanþágur frá þeirri reglu að allir skuli skila afladagbók á rafrænu formi þannig að afladagbók á pappírsformi mun heyra sögunni til.
- Aflaskráningu með rafrænum hætti skal lokið áður en lagst er að landi. Þetta gildir einnig fyrir rafræna afladagbók en áður höfðu útgerðir tvær vikur til að skila henni eftir að í land var komið.