Síldarvinnslan framúrskarandi
Nýlega tilkynnti Creditinfo hvaða fyrirtæki á Íslandi teldust framúrskaransi á rekstrarárinu 2018 samkvæmt þeim viðmiðum sem notuð eru, en Creditinfo hefur unnið lista yfir framúrskarandi fyrirtæki í tíu ár. Alls eru 874 fyrirtæki á listanum þetta árið eða 2% allra fyrirtækja á landinu.
Á listanum yfir framúrskarandi fyrirtæki er þeim skipt í þrjá stærðarflokka; lítil fyrirtæki, meðalstór og stór. Síldarvinnslan er í flokki stórra fyrirtækja og er þar í tólfta sæti. Reyndar hefur Síldarvinnslan verið á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki samfellt frá árinu 2012 og í fyrra var fyrirtækið í tuttugasta sæti. Fram kemur á listanum að eignir Síldarvinnslunnar séu 59.484.531 þúsundir króna og eigið fé 38.851.660 þúsundir króna eða 65,3%.
Þegar fyrirtæki eru skoðuð eftir landshlutum kemur fram að 35 fyrirtæki eru framúrskarandi á Austurlandi og þar er Síldarvinnslan í fyrsta sæti.