Málþing um örplast og lyfjaleifar í íslensku umhverfi

Deila:

Plastrusl mengar höfin allt frá strandsjó til dýpstu hafdjúpa og er þessi mengun vaxandi vandamál. Á síðustu árum hefur sjónum einnig verið beint að umhverfisáhrifum lyfjanotkunar – hvernig lyfjaleifar berast út í umhverfið og dreifast, hvert magn þeirra er og áhrif.

Í því skyni að fá greinargóðar upplýsingar um uppsprettur og losun örplasts og lyfjaleifa hér á landi óskaði umhverfis- og auðlindaráðherra eftir tveimur samantektum þess efnis. Sjávarlíftæknisetrið Biopol á Skagaströnd hefur nú tekið saman upplýsingar um helstu uppsprettur örplasts á Íslandi og farvegi þess til sjávar og Matís hefur tekið saman upplýsingar um lyfjaleifar í íslensku umhverfi, losun út í umhverfið og væntanlegt magn og áhættu.

Niðurstöður þessara skýrslna verða kynntar á fundi á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem fram fer í fundarsal á jarðhæð Skúlagötu 4, fimmtudaginn 31. október kl. 12:00-12:50. Verið öll velkomin.

Deila: