Þverhúkkaður vertíðarloka réttur

Deila:

Bara nafnið á þessari uppskrift leiðir til þess að maður vill reyna hana. Þegar það hefur verið gert er hún í boði aftur og aftur. Frábær uppskrift sem er að finna á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Hún er þangað komin frá Klemens Sigurðssyni á Arnarstapa, sem er eigandi Bryndísar SH 128

Innihald:

4 lítil flök, ýsa eða þorskur, skorin í bita
hveiti
2 msk smjör
2 msk ólífuolía
1 tsk salt
½ – 1 tsk svartur pipar
150-200 gr rifinn ostur
2 lúkur paprikuflögur (snakk)
Sósa:
2 msk smjör
2 paprikur (saxaðar)
1 púrrulaukur (sneiddur)
2 sellerístönglar (saxaðir)
1 peli rjómi
1 dl ananassafi eða hvítvín
1-2 tsk tómatkraftur
1 msk hveiti
1 fiskiteningur
¼ tsk túrmerik krydd
¼ tsk karrý
1 tsk Italian Seasoning

Aðferð:

Fiskinum er velt upp úr hveiti salti og pipar, síðan steiktur upp úr 50/50 olíu og smjöri. Fiskurinn er síðan tekinn af pönnunni og geymdur. 2 msk smjör sett í pott og grænmetið látið malla þar til það er orðið meyrt þá er rjómanum bætt út í ásamt tómatkraft og 1 msk hveiti. Látið malla í smá stund. Restinni af kryddinu og fiskiteningnum og ananassafanum bætt út í og látið malla saman. Sósunni hellt í eldfast mót fiskurinn settur ofan á. Kartöfluflögunum stráð yfir og síðast ostinum. Bakað við 180 gráður í ofni í 10 mín. Að lokum er gott að setja ofninn á grill til að fá ostinn brúnan.

Deila: