VM og SVG ekki búin að semja
Sjómannasamband Íslands skrifaði í gær undir kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Í tilkynningu frá Sjómannasambandinu kemur fram að samningaviðræður um nýjan samning hafi staðið yfir síðustu mánuði. Tekið hafi verið mið af þeim athugasemdum og gagnrýni sem komu fram í umræðum um samninginn sem var felldur í fyrra.
Ekki hefur verið komist að samkomulagi fyrir alla sjómenn. VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna árétta á heimasíðu sinni að viðræður VM og SVG við SFS hafi enn ekki verið til lykta leiddar.
Aðilar vinna hörðum höndum að því að ná samkomulagi.
Myndin er af Guðmundi Helga Þórarinssyni, formanni VM.