Færeyska skipið Kambur sokkið

Deila:

Tveggja er saknað eftir að færeyska línuskipið Kambur fékk á sig brot í morgun og sökk. Mikil slagsíða kom á skipið eftir brotið og neyðarkall barst um klukkan sjö í morgun. Fram kemur í færeyskum fréttamiðlum að fjórtán hafi verið bjargað frá skipinu – um borð í þyrlu. Skipið var um 17 sjómílur suður af Suðurey.

Mennirnir sem saknað er komust ekki í björgunargalla. Þeirra er nú leitað.

Mennirnir sem leitað er að eru 47 og 57 ára gamlir.

Deila: