Búnaður frá Hefring í öll nýju björgunarskipin

Deila:

Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg og ís­lenska fyr­ir­tækið Hefr­ing Mar­ine hafa komist að samkomulagi um að koma sérstökum tækjabúnaði Hefr­ing í öll nýju skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar. Frá þessu greinir í fréttatilkynningu. Góð reynsla er að sögn af notkun búnaðarins í björgunarskipinu Þór í Vestmannaeyjum.

Tæknin byggir á samspili gervi­greind­ar og skynj­ara. Hún gerir skipstjóranum kleift að meta og taka ákvarðanir um hraða, siglingaleið og siglingalag skipsins. Við það sparast eldsneyti auk þess sem öryggi áhafnar eykst, að því er segir í tilkynningunni. Nemanir fylgjast stöðugt með sjólagi, ölduhæð og höggum sem verða á skipskrokknum. Tækið gefur skipstjóra ráðleggingar um stjórn skipsins til að minnka álag.

Búnaður­inn frá Hefr­ing Mar­ine mun með þess­um hætti verja skip og áhöfn fyr­ir óvænt­um at­b­urðum og þar með draga veru­lega úr lík­um á óhöpp­um eða slys­um.

 

 

Deila: