Opin ráðstefna um loðnurannsóknir

Deila:

Þann 10. nóvember verður haldin á Hafrannsóknastofnun ráðstefna um afrakstur átaksverkefnis um loðnurannsóknir sem hefur verið í gangi síðan 2018 og verið á sérstökum fjárlögum til stofnunarinnar.

Dagskráin byrjar kl. 9:00 og lýkur um kl. 15:30 að því er segir á vef stofnunarinnar. Helstu niðurstöður um 15 rannsóknaverkefna verða kynntar þar.

Ráðstefnan verður haldin í húsi Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og er opin öllum. Jafnframt verður ráðstefnunni streymt á Youtube rás stofnunarinnar.

Nánari dagskrá verður kynnt hér á vef stofnunarinnar í næstu viku. 

Deila: