Milljarðatjón í Tálknafirði

Deila:

Þúsund tonnum af eldislaxi hefur verið fargað úr tólf kvíum fyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Sea Farm í Tálknafirði í dag. RÚV greinir frá þessu en ástæðan eru sár á löxunum vegna laxalúsar.

Fram kemur að Berglind Helga Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, staðfesti þetta en þó segir að stofnunin hafi ekki staðfest förgunina.

„Fyrirtækin og dýralæknar þess sáu fram á að laxinn myndi ekki lifa af veturinn með þann sáraskaða sem er á honum,“ er haft eftir henni en lúsin mun hafa dreifst um kvíarnar á methraða undanfarnar tvær vikur. Tjónið hlaupi á milljörðum.

Deila: