DiCaprio að fjárfesta í fiskeldi

Deila:

Leikarinn Leonardo Di Caprio fjárfesti nýverið í bandaríska fiskeldisfyrirtækinu LoveTheWild.  Í viðtali við kappann, sem lesa má hér kemur fram að hann hefur þá skýru sýn að villtir stofnar munu ekki bera uppi þörf mannkyns fyrir sjávarfang heldur mun fiskeldi aðeins aukast.

„Þetta er í takt við það sem fiskeldisfólk almennt hefur haldið fram.  Í greininni sem fylgir viðtalinu kemur einnig fram að almenningur í USA virðist loks vera að hætta að hlusta á áratuga gamlar bábyljur um fiskeldi og tekur nú frekar mark á staðreyndum um nútíma fiskeldi.  Ímynd þess er því á réttri leið enda fer vegur fiskeldis nú almennt vaxandi í USA sem og annarsstaðar,“ segir í frétt á heimasíðu Landssambands fiskeldisstöðva.

 

Deila: