Lítið að sjá af loðnu fyrir norðan og vestan

Deila:

Loðnuskipin sem reyndu fyrir sér í gær fyrir norðan land og vestan eru nú á leið að Reykjanesi eða komin þangað. Sú loðna sem Hafrannsóknastofnun mældi norður af Vestfjörðum og úti fyrir vestanverðu Norðurlandi í febrúar virðist því gengin af svæðinu og reikna má með að loðnuflotinn haldi áfram veiðum úr hefðbundinni göngu loðnunnar vestur með suðurströndinni og fylgi henni í Faxaflóa og Breiðafjörð. Fremstu göngur eru vestan við Reykjanes.
Sem stendur er Venus NS eina skipið sem er fyrir Norðurlandi en stefnir vestur fyrir land. Beitir NK sneri við úti fyrir Langanesi í gær og hélt suður með Austfjörðum á nýjan og suður fyrir land.

Deila: