Hnúfubakar í Hafnarfjarðarhöfn

Deila:

Hafnarfjarðarhöfn, heimkynni Hafrannsóknastofnunar, iðar af lífi um þessar mundir. Frá þessu er greint á vef Hafró. Þar segir að smásíld hafi að öllum líkindum gengið inn í höfnina. Selir og hnúfubakar séu þar og gæði sér á herlegheitunum.

Í fréttinni segir að gestirnir hafi glatt vegfarendur, ekki síst starfsfólk Hafró. Það sé eðli málsins samkvæmt óvenju áhugasamt um lífríki sjávar.

Á myndinni má sjá hnúfubak dóla sér í höfninni, en hnúfubakur er sú hvalategund sem jafnan vekur mestu athygli meðal almennings einkum sökum atferli síns.

Deila: