Framkvæmdir hafnar við Þorlákshöfn

Deila:

Fyrsta skóflustungan að landeldisstöð GeoSalmo við Þorlákshöfn var tekin í fimbulkulda í gær. Það voru Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Hreiðar Hreiðarsson eldisstjóri sem freistuðu þess að taka fyrstu skóflustungurnar á gaddfreðinni jörð.

Frá þessum tímamótum er greint á vef GeoSalmo. Fyrirtækið fyrirhugar 24 þúsund tonna framleiðslu á laxi í Ölfusi. Í fyrsta áfanga stendur til að reisa stöð sem framleitt getur 7.500 tonn á ári. Haft er eftir Jens Þórðarsyni framkvæmdastjóra að tveggja ára þrotlaus hönnunar- og þróunarvinna sé að baki. Tímamótin í gær séu því afar gleðileg.

Til stendur að fyrsti áfanginn verði tekinn í notkun árið 2027.

Meðfylgjandi mynd er af vef GeoSalmo.

Deila: