Umsagnir skrifaðar með hjartanu

Deila:

Samtals bárust 90 umsagnir um frumvarp matvælaráðherra um stjórn fiskveiða, sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda. Landssamband smábátaeigenda vekur athygli á þessu. Þar er bent á að margar umsagnirnar séu ritaðar með hjartanu. Umsögn frá Guðna Þóri Jóhannssyni er ein þeirra:

Hæ Guðni heiti ég og er fjölskyldufaðir. 
 
Fjölskyldan er mér allt og við stólum á strandveiðar. 48 dagar óskertir er það eina sem vantar til að lífið sé fullkomið og er það vel hægt að mínu mati. Við eigum öll fiskinn í sjónum. 
 
Strandveiðar fá rosalega fá prósent af heildarkvótanum en stórútgerðin er með ákveðið þak sem hvert fyrirtæki má eiga sem er 12% af heildarkvótanum. Það á að hækka það skilst mér í 15% sem þýðir færri fá vinnu og færri fá eðlilegt líf og hluthafarnir í Samherja og Brimi fá meiri rentur af bréfum sínum. Eiga ekki börnin mín skilið líf? Þurfum við að lifa í sárri fátækt til að börn Samherja og Brims geti verið ofurrík. 
 
Það á líka að láta ufsann dragast frá strandveiðikvótanum sem hefur verið utan kvóta hjá okkur og af þeirri ástæðu að ufsakvótinn hefur aldrei náðst hjá þeim sem eiga kvótann og er þetta þá nauðsyn eða bara til þess eins að geta sett kross á leiði strandveiðimanna. 
 
Úti á landi eru fá atvinnutækifæri og eru þau skilyrði fyrir búsetu. Ekki setja okkur út í kuldann. Norðmenn skaffa kvóta á svona staði. Þeir reyna ekki að kippa atvinnu í burtu. Offjölgun í Reykjavík er vandamál sem er ekki á bætandi. Bætum ekki á það. Stöndum saman að fjölgun starfa. Allir vinna var einu sinni flott slagorð sem er vert að halda í.“

 

Deila: