Þrjár fengu námsstyrki

Deila:

Klaudia Magdalena Lenkiewicz, Þórdís Ýr Snjólaugardóttir og Beata Mroz hlutu styrki úr IceFish-menntasjóði Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. Frá þessu er greint á vef sýningarinnar. Námsstyrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Íslenska sjávarklasanum fyrir helgi.

Í fréttinn segir að tilurð styrkjanna megi rekja til þess að árið 2014 hafi forsvarsmenn sýningarinnar gert sér grein fyrir nauðsyn þess að fjárfesta í framtíð sjávarútvegarins á Íslandi. Því hafi verið stofnaður menntasjóður til að veita námsstyrki. Fyrsti námsstyrkurinn var veittur árið 2017 og nú hafa alls fjórtán styrkir verið veittir.

Handhafar námsstyrkjanna 2024 eru þrír talsins, úr stórum hópi msækjenda, og stunda allir nám við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Hver þeirra hlýtur 300 þúsund króna til hvatningar til áframhaldandi náms.

Deila: