Fjármögnunin í uppnámi

Deila:

Tvo milljarða króna vantar enn upp á til að fjármagna endurnýjun flota björgunarskipa Landsbjargar. Fjármögnun þeirra er því í uppnámi. Frá þessu greina Fiskifréttir. Þar kemur fram að alls standi til að smíða 13 skip en heildarkostnaður við endurnýjunina sé hátt í 4 milljarðar króna. Ríkið leggi til helming kaupverðs 10 fyrstu skipanna, sem nemur 1,4 milljarði. Hvert skip kostar um 300 milljónir.

Fram kemur að samtöl séu í gangi við fjársterka aðila en ekkert sé fast í hendi. Þrjú skip hafa verið tekin í notkun en það fjórða er í smíðum. Sjóvá styrkti verkefnið um 142,5 milljónir króna árið 2021.

Deila: