Ný fiskvinnsla í Hafnarfirði

Deila:

Fyrirtækið Arctic Mar ehf. hefur fest kaup á fiskvinnslunni Gróttu ehf. í Hafnarfirði og hyggst hefja vinnslu á karfa. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Í vinnslunni stendur til að vinna allt að 3.000 tonn á ári en hráefnið verður keypt á íslenskum fiskmörkuðum.

Áhersla verður lögð á vinnslu karfa fyrir þýskan markað. Haft er eftir Baldvini Arnari Samúelssyni stjórnarformanni að málið hafi átt sér talsverðan aðdraganda. Fram kemur að kaupin hafi verið gerð í samstarfi við stóran kaupanda á íslenskum fiskmörkuðum, ISEY Fischimport í Bremerhaven. ISEY mun vera í íslenskri eigu. Nýja fiskvinnslan er í jafnri eigu félaganna tveggja.

Deila: