Færeysku loðnuskipin veiða við Ísland

Deila:

Uppsjávarskipið Högaberg kom um helgina til Fuglafjarðar í Færeyjum með 1.200 tonn af loðnu sem fer til vinnslu hjá Pelagos. Skipið hefur verið á veiðum við Ísland og hélt þangað á miðin eftir að löndun lauk.

Færeyska skipið Norðborg hefur einnig verið á miðunum við Ísland og hefur veiðin gengið vel síðustu daga. Jón Rasmussen skipstjóri segir í samtali við færeysku vefsíðuna fiskur.fo, um helgina að þeir hafi kastað þrisvar og fengið um 840 tonn. Loðnuna heilfrysta þeir um borð og vinna auk þess í mjöl og lýsi.

Gøtunes hefur verið gert klárt til loðnuveiða og heldur á miðin við Ísland eins og Þrándur í Götu, sem er tilbúinn til veiða. Finnur Fríði bíður átekta í Runavík, en Fagraberg og Christian fara ekki til þessara veiða, enda hafa aflaheimildir þeirra verið færðar yfir á önnur skip.

Deila: