Samið um kolmunna og síld

Deila:

Strandríkin sem stunda veiðar á norsk-íslenskri síld og kolmunna hafa komist að samkomulagi um heildarveiði úr báðum stofnunum. Leyfilegur heildarafli af síld samkvæmt því verður 525.600 tonn á næsta ári. Kolmunnaaflinn verður 1,2 milljónir tonna. Hvort tveggja er í samræmi við ráðleggingar Alþjóða hafrannsóknaráðsins.

Strandríkin, sem að samningunum standa eru Ísland, Færeyjar, Grænland, Noregur, Rússland og Evrópusambandið.

Samkomulagið um síld má sjá hér.

Samkomulagið um kolmunna má sjá hér.

Á myndinni eru : Anna Shulaeva, Rússlandi, Vidar Landmark, Noregi, Herluf Sigvaldsson, Færeyjum,  Kristján Freyr Helgason, Íslandi og Fabrizio Donatella, Evrópusambandinu.

Deila: