Sporður flytur á Borgarfjörð

Deila:

Rekstur harðfiskvinnslunnar Sporðs á Eskifirði hefur verið seldur til Borgarfjarðar eystra. Nýr eigandi á von á að framleiðsla „besta harðfisks landsins færist smá saman á nýjan stað.“ Frá þessu er greint á vefsíðunni austurfrett.is

Þar segir Atli Börkur Egilsson eigandi Sporðs að Kári Borgar Ásgrímsson sé búinn að kaupa vinnsluna
og fjölskyldan sé hætt með þetta.
Atli segir ástæða sölunnar vera einfalda. Hann er bara kominn með nóg. „Allt hefur sinn líftíma og mér fannst þetta bara orðið gott. Það er líka ánægjulegt að vita af því að harðfiskurinn fer á góðan stað,“ segir hann.
Kári segist hafa frétt af því að fyrirtækið ætlaði að loka. „Mér fannst það bara ekki vera hægt enda er þetta besti harðfiskurinn sem er í boði,“ segir hann.

Hann bætir við að það sé ekki á hreinu hvenær hann ætlar að koma þessu yfir á Borgarfjörð en það gerist líklega smámsaman. Hann segir ætlunina að koma upp aðstöðu á Borgarfirði. „Þetta er bara nýskeð en við gengum frá þessu fyrir helgi. Við eigum bara eftir átta okkur því hvernig best er að gera þetta,“ segir Kári.

 

Deila: