Grásleppan skilaði 1,8 milljarði
Útflutningsverðmæti grásleppuafurða á sl. ári nam um 1,8 milljarði, sem er 300 milljónum minna en árið 2016 skilaði. Taflan hér að neðan sýnir magn í tonnum og verðmæti í milljónum á sl. ári og á árinu 2016
2017 | 2016 | |||
Magn | Verðmæti | Magn | Verðmæti | |
Grásleppukavíar | 522,6 | 795,0 | 669,4 | 888,6 |
Söltuð hrogn | 464,4 | 587,7 | 731,4 | 686,4 |
Fryst grásleppa | 2.391,9 | 406,1 | 2.713,2 | 508,8 |
Af kavíar var mest flutt til Frakklands eða 74% magnsins, Svíar keyptu 45% alls útflutnings af söltuðum hrognum og Kínverjar 96% af frosinni grásleppu.
Tölurnar eru unnar af Landssambandi smábátaeigenda úr gögnum frá Hagstofunni.