Grásleppan skilaði 1,8 milljarði

Deila:

Útflutningsverðmæti grásleppuafurða á sl. ári nam um 1,8 milljarði, sem er 300 milljónum minna en árið 2016 skilaði.  Taflan hér að neðan sýnir magn í tonnum og verðmæti í milljónum á sl. ári og á árinu 2016

 

  2017 2016
  Magn Verðmæti Magn Verðmæti
Grásleppukavíar 522,6 795,0 669,4 888,6
Söltuð hrogn 464,4 587,7 731,4 686,4
Fryst grásleppa 2.391,9 406,1 2.713,2 508,8

 

 

Af kavíar var mest flutt til Frakklands eða 74% magnsins, Svíar keyptu 45% alls útflutnings af söltuðum hrognum og Kínverjar 96% af frosinni grásleppu.

Tölurnar eru unnar af Landssambandi smábátaeigenda úr gögnum frá Hagstofunni.

 

Deila: