Zephyr tekur kolmunnatroll frá Voninni

Deila:

Nýja uppsjávarveiðiskipið Zephyr hefur tekið sem afhent var í upphafi þessa mánaðar hefur tekið kolmunnatroll með tilheyrandi búnaði og Tornado hlera frá Voninni í Færeyjum. Útgerðin hefur notað veiðarfæri frá Voninni á eldra skipi og sá ekki ástæðu til að breyta til.

Skipið er smíðað í Larsnes Mekaniska Verksted í Noregi. Það er 74,5 metarar að lengd, 15 metrar að breidd og ber allt að 2.300 tonnum að kolmunna í kælilestum. Mesti ganghraði er 17,5 mílur. Það er gert út frá Walsey á Hjaltlandi. 10 manns verða í áhöfninni

Kolmunnatrollið frá Voninni er mikið notað af færeyskum, íslenskum, dönskum, norskum og rússneskum, hollenskum, frönskum og breskum skipum.

 

Deila: