Spánverjar smíða frystitogara fyrir HB Granda

Deila:

Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon, S.A. um smíði á frystitogara á grundvelli tilboðs frá skipasmíðastöðinni.

Samningsupphæðin mun liggja nærri 5 milljörðum króna. Áætlað er að gangi samningar eftir muni skipið verða afhent á árinu 2019.

Sjá einnig frétt þann 30.3.2017 þar sem tilkynnt er að félagið hafi ákveðið að bjóða út smíði nýs frystitogara.

 

Deila: