902 tonna rækjukvóti við Snæfellsnes

Deila:

Hafrannsóknastofnun hefur gefið út ráðleggingar um að leyfðar verði veiðar á 698 tonnum af rækju við Snæfellsnes á tímabilinu frá 1. maí 2017 til 15. mars 2018. Fiskistofa hefur í framhaldinu úthlutað heimildum upp á samtals 902 tonn, þegar tekið hefur verið tillit til færslu aflaheimilda frá síðasta ári,

Stofnvísitala rækju við Snæfellsnes var undir meðallagi og mældist minna af rækju í Breiðafirði en undanfarin þrjú ár. Lítið var af fiski á slóðinni.

Mestar aflaheimildir eftir tilfærslur nú hefur Sigurborg SH, 104 tonn. Næst kemur Sóley Sigurjóns GK með 82 tonn og í þriðja sætinu er Valbjörn ÍS með 79 tonn.

 

Deila: