Átta veiðidagar á svæði A

Deila:

Síðasti veiðidagur á strandveiðum á svæði A rennur upp í dag. Veiðidagar á svæðinu verða því alls 8, en voru 6 í sama mánuði í fyrra.

Að loknum 6 veiðidögum átti eftir að veiða 303 tonn á svæðinu, en meðalveiði á dag í júlí eru 130 tonn samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Veiðin á öðrum svæðum gengur mun hægrar, enda bátar á þeim um 100 færri en á svæði A. Í gær voru bátar á svæðum B, C, og D búnir að ná um þriðjungi heimilda sinna.

 

Deila: