Venus með mest af makríl

Deila:

Makrílvertíðin gengur enn fremur hægt hjá stóru skipunum. Aflareynsluskipin eru komin með 64.000 tonn, vinnsluskipin 3.500 og skip án vinnslu hafa engar veiðar stundað. Smábátarnir eru með um 3.000 tonn. Heildarkvótinn er 175.000 tonn. Aflinn nú er 72.000 tonn og eftir standa heimildir til veiða á 103.000 tonnum.

Aflahæstu aflareynsluskipin á makrílnum nú eru Venus NS með 7.500 tonn, Víkingur AK með 6.110, Vilhelm Þorsteinsson EA með 5.400 og Huginn VE 5.000. Aðeins þrjú vinnsluskip hafa stundað veiðar. Brimnes RE er með 2.200 tonn, Gnúpur GK með 980 tonn og Hrafn Sveinbjarnarson GK með 370 tonn.

 

Deila: