Fjórðungsaukning í fiskafla

Deila:

Fiskafli íslenskra skipa í nóvember var 97.802 tonn sem er 26% meiri afli en í nóvember 2017. Aukning í aflamagni skýrist af auknum uppsjávarafla en tæp 50 þúsund tonn af uppsjávartegundum veiddust samanborið við tæp 38 þúsund tonn í nóvember 2017. Botnfiskafli jókst um 3% á milli ára og nam 45.600 tonnum, þar af nam þorskaflinn tæpum 26.300 tonnum.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá desember 2017 til nóvember 2018 var rúmlega 1.272 þúsund tonn sem er 9% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í nóvember metið á föstu verðlagi var 12,8% meira en í nóvember 2017 samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Fiskafli
Nóvember Október-november
  2017 2018 % 2016‒2017 2017‒2018 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 87 98 12,8
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 77.909 97.802 26 1.166.114 1.272.536 9
Botnfiskafli 44.195 45.597 3 423.060 485.672 15
Þorskur 26.724 26.263 -2 248.639 277.518 12
Ýsa 3.475 5.898 70 35.527 47.907 35
Ufsi 5.697 7.368 29 48.007 66.603 39
Karfi 6.426 4.591 -29 59.252 59.845 1
Annar botnfiskafli 1.872 1.479 -21 31.636 33.798 7
Flatfiskafli 1.350 1.519 13 21.768 27.255 25
Uppsjávarafli 31.629 49.825 58 710.959 747.062 5
Síld 23.888 36.200 52 132.253 124.322 -6
Loðna 0 0 196.832 186.333 -5
Kolmunni 7.741 13.612 76 216.364 300.847 39
Makríll 0 13 165.510 135.560 -18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 0 -91
Skel-og krabbadýraafli 735 859 17 10.293 12.538 22
Annar afli 0 0 35 10 -72

 

Deila: