Enn ganga humarveiðar illa

Deila:

Humarveiðar ganga enn illa og vertíðin sú versta sem menn muna. Aflinn nú er aðeins 210 tonn miðað við slitinn humar. Aflinn allt síðasta fiskveiðiár var humaraflinn 363 tonn og er útiloka að sama magn náist í ár.

Þróun veiðanna undanfarin ár hefur verið sú að nýliðun er afar lítil og það litla sem fæst er stór humar. Vegna erfiðleikanna við veiðarnar hefur stöðugt orðið meira óveitt um kvótaáramótin. Fyrir tveimur árum voru flutt 89 tonn milli ár, en inn á þetta ár voru flutt 132 tonn og þar sem eftir standa nú 257 tonn má búast við enn meiri flutningi yfir á næsta ár, verði til þess svigrúm.

Aðeins 9 bátar hafa landað humri í ár. Þeirra aflahæstur en Jón Á Hofi ÁR með 39 tonn miðað við hala. Næst er Þinganes ÁR með 34,8 tonn og síðan Skinney SF með 33,7 tonn. Veiðin er nú öll á vestursvæðinu svokallaða.

Á myndinni eru Hornafjarðarbátarnir að landa í Grindavík.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Deila: