Útflutningur sjávarafurða jókst um fjórðung

Deila:

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruútflutnings 42,9 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 17,6% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 53,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 14,3% hærra en á sama tíma árið áður. Hækkunina á milli ára má rekja til hærra meðalverðs á áli.

Sjávarafurðir voru 40,2% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 24,1% hærra en á sama tíma árið áður. Aukning var í nær öllum undirliðum sjávarafurða en aukninguna á milli ára má rekja til sjómannaverkfalls í byrjun árs 2017.

Deila: