Ný Cleopatra 33 til Frakklands

Deila:

Bátasmiðjan Trefjar ehf. afgreiddi nýverið nýjan bát af gerðinni Cleopatra 33 til Le Croisic á vesturströnd Frakklands. Fram kemur í tilkynningu að það sé David Le Dreau sem standi að útgerðinni en hann verði einnig skipstjóri bátins. Báturinn ber nafnið Circle D’Or eða Gullni hringurinn í íslenskri þýðingu. Þar fer tilvísun í gullna hringinn vinsæla á Íslandi.

Báturinn er 11 brúttótonn með Cummins QSC8.3M aðalvél og ZF2816IV gír. Siglingatæki eru frá Furuno og Simrad.

Fram kemur í tilkynningunni að báturinn muni jöfnum höndum vera notaður við veiðar með línu, netum og gildrum. Í lest er pláss fyrir 12 380 lítra kör. Í lúkar er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu. Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Le Croisic allt árið, reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna seinni hluta ágúst. 3 menn verða í áhöfn.

Deila: