Minni afli í Færeyjum

Deila:

Landanir í Færeyjum af ferskum botnfiski á fyrsta fjórðungi ársins voru nokkru minni en á sama tíma á síðasta ári. Fiskaflinn við Færeyjar hefur verið fremur lítill síðustu árin, borið saman við betri ár upp úr aldamótunum. Þorskafli nú dróst saman um 1.400 tonn, sem er rúm 25% og munar mestu minni afli togaranna. Ufsa- og ýsuafli er svipaður og í fyrra. Afli annarra botnfisktegunda jókst um 17% og munar þar mestu um meiri karfa afla.

Flatfiskaflinn nú er 7% minni en í fyrra. Grálúðuafli jókst verulega í fyrra miðað við fyrri ár og er svipaður nú og í fyrra, þó heldur minni.

Merki eru um nokkra lækkun fiskverðs frá því á sama tíma í fyrra. Það mest ufsinn sem hefur lækkað í verði, en nú er verðmætið fyrir sama magn og í fyrra 28% lægra. Heildarverðmæti landaðs afla var nú 15% lægra en í fyrra og nemur lækkunin 500 milljónum íslenskra króna.  Inni í þessum aflatölum er landaður afli af Íslandsmiðum og Flæmska hattinum.

Samanburður við fyrsta ársfjórðung undan farin ár sýnir að aflasamdráttur er verulegur.

Landanir í færeyjum fyrsta fjórðung 2017

Á línuritinu má sjá þróun landana síðustu árin.

Deila: