Blængur veiðir vel

Deila:

Frystitogarinn Blængur NK kom til löndunar til Neskaupstaðar sl. laugardag að lokinni 26 daga veiðiferð. Togarinn millilandaði í Hafnarfirði hinn 13. þessa mánaðar. Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri segir að veiðiferðin hafi gengið ágætlega.

„Við hófum veiðar fyrir vestan og millilönduðum í Hafnarfirði eftir um það bil 10 daga. Það var mest karfi sem þá fór á land. Síðan héldum við áfram veiðum á Vestfjarðamiðum og einnig úti fyrir Norðurlandi og þar veiddist vel af ufsa og karfa auk þess sem nokkur þorskur var í aflanum. Heildaraflinn upp úr sjó var 566 tonn og verðmætin voru um 123 milljónir. Segja má að vel hafi veiðst allan túrinn og veðrið var með ágætum,“ sagði Bjarni Ólafur í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Gert er ráð fyrir að Blængur haldi á ný til veiða  í dag.
Ljósmynd Hákon Ernuson.

 

 

Deila: