Mikill gróður á landgrunni Færeyja

Deila:

Nýliðið sumar hefur verið hagstætt jurtasvifi á landgrunni Færeyja. Það hefur verið í hæstu hæðum og á svipuðu róli og hin góðu ár 2000 og 2001, samkvæmt frétt frá Hafrannsóknastofnun Færeyja.

Plöntusvifið er undirstaða frekara lífs í sjónum eins og átu, sem síðan er undirstaða fæðu fyrir þá hlekki fæðukeðjunnar sem koma þar á eftir. Fyrir vikið hefur verið mikið um sandsíli í sumar og fiskur og sjófugl hafa haft nóg að éta. Útlit er fyrir að afkoma sjófugla verði góð í ár og síðan á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þessi jákvæðu skilyrði eiga eftir að hafa á vöxt og viðgang fiskistofna.

Hér má sjá vísitölu gróðurs á landgrunninu við Færeyjar undanfarin ár.

Hér má sjá vísitölu gróðurs á landgrunninu við Færeyjar undanfarin ár.

Deila: